Húsnæðismál

Miðvikudaginn 14. mars 2001, kl. 14:11:18 (5707)

2001-03-14 14:11:18# 126. lþ. 89.2 fundur 458. mál: #A húsnæðismál# fsp. (til munnl.) frá félmrh., RG
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 126. lþ.

[14:11]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir þungann í orðum hv. þm. Ögmundar Jónassonar varðandi erfiðleika á húsnæðismarkaði og minni á að ekki síst þess vegna hefur Samfylkingin flutt ítarlega tillögu um átak í þessum efnum, m.a. að leita samstarfs við lífeyrissjóðina. Sú tillaga verður rædd á morgun og ætla ég ekki þess vegna að víkja nánar að henni. En ég hlýt að gagnrýna hvernig hæstv. félmrh. bregst við orðum þingmannsins þegar hann ber saman framboð nú og 1991. Hann sleppir því að auk leiguíbúða hafi verið hér verkamannabústaðaíbúðir, kaupleiguíbúðir og 100% lán. Og ekki þarf annað en að vísa í orð félagsmálastjórans í Reykjavík um að ástand á leigumarkaði fer stöðugt versnandi, biðlistar lengjast og fólk býr við óviðunandi aðstæður. Þess vegna finnst mér, herra forseti, undarlegt með hvaða hætti félmrh. bregst við þessari fyrirspurn þó að hann vísi í ágætt bréf um að leita nú til lífeyrissjóðanna.