Réttarstaða starfsmanna sem starfa tímabundið á Íslandi

Þriðjudaginn 27. mars 2001, kl. 17:13:59 (6044)

2001-03-27 17:13:59# 126. lþ. 99.3 fundur 573. mál: #A útsendir starfsmenn# (EES-reglur) frv., ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 99. fundur, 126. lþ.

[17:13]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Við erum að fjalla um frv. til laga um útsenda starfsmenn og eins og kom fram hjá hæstv. ráðherra eru þetta lagagreinar sem eru til að auka rétt erlendra starfsmanna sem koma hingað tímabundið til vinnu og eru í raun ákvæði úr EES-samningnum sem okkur ber að undirgangast. Ég get ekki séð annað en þetta sé allt til bóta og við munum taka þetta til umfjöllunar í félmn. og skoða hvort eitthvað sé þarna sem mætti betur fara. En eftir að hafa farið hratt í gegnum þetta mál sýnist mér þetta vera nokkuð jákvætt. Ég tek því undir að við komum þessu í lög þannig að við lendum ekki í dæmum eins og því sem átti sér stað á Suðurlandi.