Viðskiptabankar og sparisjóðir

Þriðjudaginn 27. mars 2001, kl. 19:02:53 (6066)

2001-03-27 19:02:53# 126. lþ. 99.4 fundur 567. mál: #A viðskiptabankar og sparisjóðir# (breyting sparisjóðs í hlutafélag) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 99. fundur, 126. lþ.

[19:02]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Það er aðalsmerki hlutafjármarkaðar að beita hugmyndaflugi og uppgötva leiðir sem aðrir sjá ekki. Og að halda að hugmyndaflugið stoppi við mitt hugarflug, það er langt í frá. Það munu aðrir koma með miklu snjallari hugmyndir til að leysa þennan vanda vegna þess sem hæstv. ráðherra hefur ekki svarað. Hver er munurinn á því að fá að ráða ákveðnu fjármagni og eiga það ekki og fá að ráða ákveðnu fjármagni og eiga það? Munurinn er sá að ef maður ræður því en á það ekki, reynir maður að ná arðinum fram öðruvísi en með eðlilegum hætti.