Frumvarp um almenn hegningarlög

Miðvikudaginn 25. apríl 2001, kl. 13:33:07 (6777)

2001-04-25 13:33:07# 126. lþ. 111.91 fundur 483#B frumvarp um almenn hegningarlög# (aths. um störf þingsins), LB
[prenta uppsett í dálka] 111. fundur, 126. lþ.

[13:33]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Við ræddum lengi í gær frv. til laga um breytingu á almennum hegningarlögum þar sem fram kom í umræðunni smám saman að það mál er algerlega vanbúið, þ.e. að hækka refsirammann úr tíu árum í tólf. Í lok þeirrar umræðu kom fram að skipuð hefur verið nefnd til þess að fjalla um refsingar, fjalla um það hvar eigi að þyngja refsingar í samræmi við þáltill. sem allshn. flutti og samþykkt var fyrir nokkrum árum, en þá var formaður allshn. núv. hæstv. dómsmrh. Þar var samþykkt að fela dómsmrh. að láta fara fram rannsókn á ákvörðun refsinga við afbrotum sem náðu til líkamsárása, kynferðisbrota og fíkniefnabrota.

Í gær ræddum við refsiþyngingu við fíkniefnabrotum. Það liggur fyrir að þessi nefnd hefur verið skipuð. Það liggur fyrir að þessi nefnd kom ekki fyrir allshn. í þeirri vinnslu sem fram fór hjá allshn. um þetta mál. Því, virðulegi forseti, geri ég kröfu til þess að það mál komi að nýju til allshn. milli 2. og 3. umr.