Frumvarp um almenn hegningarlög

Miðvikudaginn 25. apríl 2001, kl. 13:51:28 (6787)

2001-04-25 13:51:28# 126. lþ. 111.91 fundur 483#B frumvarp um almenn hegningarlög# (aths. um störf þingsins), ÞKG
[prenta uppsett í dálka] 111. fundur, 126. lþ.

[13:51]

Þorgerður K. Gunnarsdóttir:

Herra forseti. Þetta mál er alveg skýrt í huga mínum. Hv. allshn. fór mjög rækilega yfir þetta tiltekna mál. Við mátum gögnin mjög vandlega þannig að þetta er alveg kýrskýrt í mínum huga.

Ég sé enga ástæðu til að nefndin fari að fara aftur yfir frv. Það er vel og vandlega undirbúið.

Hins vegar er það sjálfsagt að ég fari þess á leit við hæstv. dómsmrh. og dómsmrn. að það gefi okkur upplýsingar um hvar vinna þessarar títtnefndu nefndar er á vegi stödd og nefndarmönnum verði gefnar upplýsingar um þau störf. Það er sjálfsagt mál.