Almenn hegningarlög

Miðvikudaginn 25. apríl 2001, kl. 13:57:18 (6790)

2001-04-25 13:57:18# 126. lþ. 111.2 fundur 313. mál: #A almenn hegningarlög# (fíkniefnabrot) frv., GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 111. fundur, 126. lþ.

[13:57]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Herra forseti. Eins og umræða um störf þingsins leiddi í ljós er þetta mál með öllu vanreifað og eðlilegar óskir --- er atkvæðagreiðsla hafin, herra forseti?

(Forseti (HBl): Já, hún er hafin. Gerir hv. þm. athugasemd við það?)

Já, ég geri það nú raunar því að ég hygg að tala mín geti breytt niðurstöðum hennar.

(Forseti (HBl): Við skulum verða við þeirri beiðni.)

Herra forseti. Ég var að reyna að segja að umræðan um störf þingsins hefði leitt í ljós að þetta mál er með öllu vanreifað og eingöngu að hálfu leyti unnið í nefnd. Eðlileg beiðni kom fram um það að nefndin færi yfir málið á nýjan leik. Við því bárust ekki skýr svör. Að því leytinu til er ákaflega erfitt fyrir mig að taka efnislega afstöðu til málsins. Það getur vel farið svo að að uppfylltum ákveðnum skilyrðum gæti ég samþykkt það en eins og málið liggur nú fyrir neyðist ég til þess að sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu sem er slæmt í jafnstóru máli.