Stofnun hlutafélags um Orkubú Vestfjarða

Miðvikudaginn 09. maí 2001, kl. 15:28:12 (7320)

2001-05-09 15:28:12# 126. lþ. 118.8 fundur 480. mál: #A stofnun hlutafélags um Orkubú Vestfjarða# frv. 40/2001, iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 126. lþ.

[15:28]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þegar ég tala um árið 2004 þá er ég að tala um 90 þús. tonna áfanga sem áform eru uppi um að bætist við þann 90 þús. tonna áfanga eða 30 plús 60 sem tekinn verður í notkun í sumar. Ég sé það ekki fyrir mér að virkjanir á Vestfjörðum geti komið til greina í sambandi við þennan áfanga. Síðan hefur fyrirtækið uppi áform um að stækka enn meira og hvað þá gerist er algerlega óljóst og ekki ástæða til að fara mjög djúpt í þá umræðu núna vegna þess að þá verðum við líka komin inn í nýtt umhverfi raforkumála og ríkið hefur þá miklu minni afskipti af þessum málum öllum en í dag. Það er því best að útiloka ekkert í sambandi við áfanga sem kemur á eftir þeim sem nú er til umræðu. Vissulega væri það ánægjulegt ef virkjunarframkvæmdir og virkjunarkostir á Vestfjörðum væru þá komnir inn í umræðuna meira en nú er.