Stofnun hlutafélags um Orkubú Vestfjarða

Miðvikudaginn 09. maí 2001, kl. 15:34:40 (7324)

2001-05-09 15:34:40# 126. lþ. 118.8 fundur 480. mál: #A stofnun hlutafélags um Orkubú Vestfjarða# frv. 40/2001, iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 126. lþ.

[15:34]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Bara örstutt. Auðvitað er það viðfangsefni viðkomandi sveitarfélaga að taka á sínum málum en ekki viðfangsefni okkar sem hér sitjum. Þessu vil ég halda til haga vegna þess að mér finnst stundum sem sumir hv. þm. tali nánast eins og sveitarfélögin hafi ekki ákveðið sjálfstæði. Hins vegar snýst það mál sem hér er til umræðu um að skapa sveitarfélögum ákveðna möguleika telji þau það rétt. Ekkert gerist án ákvörðunar viðkomandi sveitarstjórnar í viðkomandi sveitarfélagi þannig að ekki er verið að þvinga neinu upp á viðkomandi sveitarfélög. Þau eiga þennan möguleika ef þetta frv. verður að lögum og svo skulum við bara sjá til hvernig mál þróast.