Breyting á XI. viðauka við EES-samninginn (fjarskiptaþjónusta)

Föstudaginn 11. maí 2001, kl. 10:02:27 (7459)

2001-05-11 10:02:27# 126. lþ. 120.8 fundur 638. mál: #A breyting á XI. viðauka við EES-samninginn (fjarskiptaþjónusta)# þál., Frsm. TIO
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 126. lþ.

[10:02]

Frsm. utanrmn. (Tómas Ingi Olrich):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. um till. til þál. um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XI. viðauka við EES-samninginn.

Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um að fella inn í samninginn ákvarðanir framkvæmdastjórnarinnar um fullnægjandi vernd persónuupplýsinga í Sviss og Ungverjalandi og um fullnægjandi vernd samkvæmt þeim meginreglum um örugga höfn fyrir friðhelgi einkalífsins og þeim algengu spurningum og svörum um það efni sem viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gefið út.

Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.