Breyting á XI. viðauka við EES-samninginn (fjarskiptaþjónusta)

Föstudaginn 11. maí 2001, kl. 10:08:16 (7463)

2001-05-11 10:08:16# 126. lþ. 120.9 fundur 642. mál: #A breyting á XI. viðauka við EES-samninginn (fjarskiptaþjónusta)# þál., Frsm. TIO
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 126. lþ.

[10:08]

Frsm. utanrmn. (Tómas Ingi Olrich):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. um till. til þál. um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XI. viðauka við EES-samninginn en hann fjallar um fjarskiptaþjónustu.

Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um að fella inn í samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins um opinn aðgang að heimtaugum.

Ákvörðunin kallar á breytingar á fjarskiptalögum hér á landi en reglugerðin hefur það að markmiði að efla framboð og samkeppni fyrir alla fjarskiptaþjónustu, þar á meðal breiðbandsmargmiðlun og háhraða internet.

Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.