Kjaramál fiskimanna og fleira

Mánudaginn 14. maí 2001, kl. 15:57:35 (7706)

2001-05-14 15:57:35# 126. lþ. 122.1 fundur 737. mál: #A kjaramál fiskimanna og fleira# (breyting ýmissa laga) frv. 34/2001, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur, 126. lþ.

[15:57]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Það er ömurlegt ef hv. þm. þorir ekki að koma í andsvör og standa fyrir máli sínu. Ég vona að sem flestir sjómenn hafi hlýtt á hv. þm. Árna Johnsen tala til þeirra. Hann segist vera mikill vinur sjómanna um leið og hann talar fyrir því að sett verði lög á verkfall þeirra gegn vilja sjómanna.

Hv. þm. sagði að samningarnir væru þess eðlis að ekki væri hægt að semja eða að mjög illsemjanlegt væri. Engu að síður leyfir hann sér að rægja forustumenn sjómanna á sömu forsendum að þeir nái ekki samningum. Spurning mín til hv. þm. er þessi: Finnst honum þetta sæmandi?