Kjaramál fiskimanna og fleira

Mánudaginn 14. maí 2001, kl. 18:42:51 (7724)

2001-05-14 18:42:51# 126. lþ. 122.1 fundur 737. mál: #A kjaramál fiskimanna og fleira# (breyting ýmissa laga) frv. 34/2001, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur, 126. lþ.

[18:42]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég gat um að fjármagnið hefði fengið aukinn hlut, en það er jafnt fyrir öll skip. Skip sem kostar 150 millj. er með nánast sömu hlutaskipti og skip sem kostar 2.000 millj. og hlýtur hver maður að sjá að skip sem kostar 2.000 millj. og er afskaplega fullkomið og afskaplega stórvirkt veiðitæki þarf að greiða vexti af þessum 2.000 millj., það þarf að afskrifa það í allt öðrum mæli en skip sem kostar 150 millj. og er orðið gamalt. Enda eru sjómenn á þessum dýru skipum með óskaplega há laun miðað við þá sjómenn sem eru á ódýru skipunum og sem ekki geta veitt eins mikið. Þetta held ég að menn þurfi að fara að horfast í augu við og breyta þannig að fjármagnið fái ekki alltaf sama hlut, alveg sama hvort skipið er dýrt eða ódýrt.