Kjaramál fiskimanna og fleira

Mánudaginn 14. maí 2001, kl. 22:25:09 (7771)

2001-05-14 22:25:09# 126. lþ. 122.1 fundur 737. mál: #A kjaramál fiskimanna og fleira# (breyting ýmissa laga) frv. 34/2001, BH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur, 126. lþ.

[22:25]

Bryndís Hlöðversdóttir:

Herra forseti. Það er komið að því að þetta umdeilda mál sem hér hefur verið rætt í allan dag fari til nefndar. Ég vil taka undir með hv. þm. Ögmundi Jónassyni, við í stjórnarandstöðunni höfum mótmælt mjög harðlega aðkomu alls þessa máls, hvernig það er lagt fyrir þingið. Ástæðan fyrir því að við greiðum ekki atkvæði gegn því að málið fari til nefndar er einungis sú að við teljum tímabært að rætt verði við sjómannasamtökin um framhald málsins í sjútvn. Við munum því sitja hjá við afgreiðslu málsins.