Lögskráning sjómanna

Þriðjudaginn 15. maí 2001, kl. 18:39:46 (7855)

2001-05-15 18:39:46# 126. lþ. 123.22 fundur 635. mál: #A lögskráning sjómanna# (breyting ýmissa laga) frv. 55/2001, Frsm. ÁJ
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur, 126. lþ.

[18:39]

Frsm. samgn. (Árni Johnsen):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. um frv. til laga um breytingu á lögum um lögskráningu sjómanna, nr. 43/1987, með síðari breytingum, o.fl.

Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ragnhildi Hjaltadóttur og Helga Jóhannesson frá samgönguráðuneytinu.

Með frumvarpinu er mælt fyrir um breytingu á lögum um lögskráningu sjómanna, siglingalögum og lögum um eftirlit með skipum.

Breytingar þessar miða að því að tryggja að allir sjómenn á íslenskum skipum séu slysa- og líftryggðir. Frumvarpið felur þannig í sér að skylt er að slysa- og líftryggja áhafnir allra skipa hvort sem um er að ræða áhafnir skipa sem skylt er að lögskrá eða ekki.

Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með einni breytingu, sem varðar efnismálsgrein þar sem fjallað er um björgunarskip, hafsögubáta o.fl. Þar er lagt til að:

,,Við 1. gr. Í stað orðanna ,,og björgunarskipa`` í efnismálsgrein komi: björgunarskipa og farþegaskipa til skoðunarferða.``

Þetta er gert til að tryggja það að samræmi sé í og ekki vandræði við þjónustu farþegaskipa af mismunandi stærðum þar sem sömu skipstjórar eru á misstórum bátum. Þetta er eina breytingin sem samgn. leggur til á frv.