Frumvarp um kjaramál fiskimanna

Miðvikudaginn 16. maí 2001, kl. 10:03:46 (7866)

2001-05-16 10:03:46# 126. lþ. 124.91 fundur 552#B frumvarp um kjaramál fiskimanna# (aths. um störf þingsins), EKG
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur, 126. lþ.

[10:03]

Einar K. Guðfinnsson:

Virðulegi forseti. Eins og öllum er kunnugt varð breyting á stöðu málsins í gær með ákvörðun Sjómannasambands Íslands sem gerð var heyrinkunnug hér í gær og breytti auðvitað stöðu málsins. Eins og þá var greint frá var málið tekið aftur til umræðu í sjútvn. á milli 2. og 3. umr. og kallaðir voru á fund nefndarinnar þeir hagsmunaaðilar sem málið varðaði og lögfræðingur til þess að fara yfir málið með okkur.

Það er að sjálfsögðu ætlun meiri hluta nefndarinnar að skila inn í þingið brtt. í framhaldi af þeirri vinnu sem við erum að vinna og þá mun koma á daginn hvaða efnislegu þáttum meiri hluti sjútvn. telur að þurfi að breyta í frv. í ljósi þeirra aðstæðna sem breyttust í gær. Þetta er bara venjuleg vinna af hálfu nefndarinnar sem við erum að vinna að núna til þess að ljúka málinu með eðlilegum og fullboðlegum hætti. Við höfum verið að reyna að vanda þetta mál, eins og fram kom í máli mínu í gær, og þess vegna varð breyting á frv. þegar í gær. Þessar breytingar munu eiga sér stað í ljósi þeirra aðstæðna sem urðu í gær og kalla á efnislega breytingu á frv. eins og öllum er ljóst.