Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Fimmtudaginn 17. maí 2001, kl. 22:20:46 (8047)

2001-05-17 22:20:46# 126. lþ. 127.1 fundur 707. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# frv. 75/2001, 708. mál: #A fjarskipti# (skilyrði rekstrarleyfis) frv. 72/2001, samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur, 126. lþ.

[22:20]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég heyri hvað hv. þm. Ögmundur Jónasson segir og held að það eigi eftir að koma honum á óvart hversu mikill áhugi er í þjóðfélaginu fyrir þessari sölu á hlutabréfum í Landssíma Íslands. Mér segja þeir ráðgjafar sem ég hef kallað til mín af fjármálamarkaði að áhugasömustu aðilarnir á Íslandi í dag hvað varðar sölu á hlutabréfum í Landssímanum séu forsvarsmenn lífeyrissjóðanna í landinu, þeir sjái fyrir sér fjárfestingu í Símanum sem mjög góðan kost til þess að dreifa hagsmunum lífeyrissjóðanna sem víðast, skapa fleiri stoðir undir góðri afkomu lífeyrissjóðanna til framtíðar og um leið tryggingu fyrir félaga í þessum lífeyrissjóðum. Mjög margir meta það svo að fjárfestar á Íslandi og þá ekki síst lífeyrissjóðirnir ýti fremur á sölu á hlutabréfum í Landssímanum en dragi úr.