2001-05-18 01:05:00# 126. lþ. 127.1 fundur 707. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# frv. 75/2001, 708. mál: #A fjarskipti# (skilyrði rekstrarleyfis) frv. 72/2001, samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur, 126. lþ.

[25:05]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (andsvar):

Þau verkefni sem um er að ræða og blasa við á þessari stundu eru fyrst og fremst þjónusta við flota og flugvélar við landið. Hins vegar kann vegar vel að vera að fleiri verkefni komi til í framtíðinni en þetta eru þau verkefni sem liggur klárlega fyrir að við munum verða að kosta af almannafé. Nú þegar, eins og ég gat um fyrr í umræðunni, liggur fyrir samningur milli ríkisins og Símans þar sem ríkissjóður greiðir á annað hundrað milljónir á ári fyrir þá þjónustu sem veitt hefur verið, hina svokölluðu strandstöðvaþjónustu. Þetta eru mjög mikilvæg verkefni. Við getum ekki sent reikninga vegna öryggis sjófarenda og vegna nauðsynlegrar þjónustu við fiskiskipaflotann. Þess vegna er þessi leið valin.

Heimildirnar eru til staðar í fjarskiptalögunum og eru partur af alþjónustuhugmyndafræðinni. Á þessum málum verðum við að taka skref fyrir skref eftir því sem upp koma.