Opinber innkaup

Föstudaginn 18. maí 2001, kl. 20:28:47 (8192)

2001-05-18 20:28:47# 126. lþ. 128.14 fundur 670. mál: #A opinber innkaup# (heildarlög, EES-reglur) frv. 94/2001, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur, 126. lþ.

[20:28]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Við teljum að þetta þingmál sé vanbúið til afgreiðslu í þinginu. Sveitarfélögin hafa mjög gagnrýnt gildissvið laganna og skipan kærunefndar útboðsmála og lagt til að þessu máli yrði frestað fram á haust þannig að svigrúm gæfist til samráðs við sveitarfélögin um afgreiðslu málsins.

Ríkisendurskoðun gerir veigamiklar athugasemdir við frv. og hefur sett fram nýjar hugmyndir um skipan þessara mála sem ekki gafst tími til að kanna. Við teljum því að málið sé vanbúið til afgreiðslu og leggjum til að því verði vísað til ríkisstjórnarinnar.