Stofnun hlutafélags um Orkubú Vestfjarða

Laugardaginn 19. maí 2001, kl. 13:45:21 (8310)

2001-05-19 13:45:21# 126. lþ. 129.5 fundur 480. mál: #A stofnun hlutafélags um Orkubú Vestfjarða# frv. 40/2001, ÁSJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 126. lþ.

[13:45]

Árni Steinar Jóhannsson:

Virðulegi forseti. Það er fáheyrt sem hér er verið að gera. Þetta er málatilbúnaður, fyrirtæki keypt á yfirverði. Það er slæmt mál.

Við höfum lýst því yfir í Vinstri hreyfingunni -- grænu framboði að við erum tilbúin til að koma beint að lausn mála eins og varðandi félagslega íbúðakerfið og bága stöðu sveitarfélaga sem gildir raunar fyrir allt landið. Hv. þingheimur er að stinga hausnum í sandinn með að tengja saman sölu á Orkubúi Vestfjarða og lausn á vanda sveitarfélaga á Vestfjörðum. Við viljum beina aðkomu, höfum lagt tillögur þar að lútandi fram á hinu háa Alþingi. Ég segi nei.