Húsnæðismál

Laugardaginn 19. maí 2001, kl. 20:03:42 (8420)

2001-05-19 20:03:42# 126. lþ. 129.29 fundur 623. mál: #A húsnæðismál# (kærunefnd, afskriftir, vanskil o.fl.) frv. 77/2001, JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 126. lþ.

[20:03]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég heyri að ekki vantar viljann hjá hæstv. ráðherra til að reyna að ná þeim árangri sem nauðsynlegur er til þess að hægt sé að efla leigumarkaðinn. Hann stendur í viðræðum við fjmrn. og hæstv. fjmrh. heyri ég. Ég veit að það er ekkert auðvelt að eiga við sjálfstæðismenn í stóli fjármálaráðherra þegar leiguíbúðir eru annars vegar. Ég skora því á hæstv. ráðherra að styðja þá brtt. sem Ásta R. Jóhannesdóttir og þingmenn Samfylkingarinnar í félmn. hafa flutt um að vaxta- og endurgreiðslur og/eða stofnstyrkir svo og húsaleigubætur tryggi að leigukjör fari ekki yfir 6% af stofnverði íbúðar. Ég er alveg viss um það, herra forseti, að ef slík tillaga yrði hér að lögum þá mundi það auðvelda allar viðræður við hæstv. fjmrh. sem hæstv. ráðherra þarf að fara í á næstu dögum.