2001-05-20 00:54:47# 126. lþ. 130.9 fundur 480. mál: #A stofnun hlutafélags um Orkubú Vestfjarða# frv. 40/2001, iðnrh. (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 126. lþ.

[24:54]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Ég tel alveg nauðsynlegt að það komi fram einu sinni enn að það var að beiðni Vestfirðinga sem farið var út í viðræður á milli eignaraðila og niðurstaðan varð sú, sem allir voru sammála um, að lagt yrði fram frv. á Alþingi (Gripið fram í.) sem kvæði á um það að breyta Orkubúi Vestfjarða í hlutafélag. Síðan verður það ákvörðunarefni sveitarfélaganna sem eiga í þessu fyrirtæki hvort þau vilja selja. Þetta eru sjálfstæð sveitarfélög sem taka sínar ákvarðanir.