2001-05-20 00:55:39# 126. lþ. 130.9 fundur 480. mál: #A stofnun hlutafélags um Orkubú Vestfjarða# frv. 40/2001, GAK (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 126. lþ.

[24:55]

Guðjón A. Kristjánsson:

Herra forseti. Hér er verið að ljúka við að samþykkja frv. til laga um stofnun hlutafélags um Orkubú Vestfjarða. Það hefur komið mjög skýrt fram í öllum umræðum sem farið hafa fram um þetta mál að eini tilgangurinn með þessari hlutafélagavæðingu er að Vestfirðingar selji eignarhlut sinn í Orkubúi Vestfjarða.

Ég held ég vilji við lok þessarar afgreiðslu gera orð orkubústjórans að mínum þegar hann á síðasta aðalfundi mælti svo til Vestfirðinga að það væri mikil framtíð í því að eiga Orkubú Vestfjarða. Það held ég að hafi verið rétt skoðun og ég held að Vestfirðingar séu að tapa á þessari afgreiðslu.