Úttekt á stjórnunar- og eignatengslum milli fyrirtækja

Mánudaginn 09. október 2000, kl. 15:28:31 (204)

2000-10-09 15:28:31# 126. lþ. 5.1 fundur 30#B úttekt á stjórnunar- og eignatengslum milli fyrirtækja# (óundirbúin fsp.), SighB
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 126. lþ.

[15:28]

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Skýrslubeiðnin var lögð fram og samþykkt þann 4. október í fyrra. Fjárlög voru afgreidd tæpum þremur mánuðum eftir að málið lá fyrir. Ég bendi því hæstv. ráðherra á að það voru engin vandkvæði ef vilji var fyrir hendi til þess að ljúka verkinu.

En ég vil þakka hæstv. ráðherra þá yfirlýsingu sem hún gefur úr þessum ræðustól, að verkinu verði lokið fyrir þinglok í vor. Og ég ítreka þá það sem ég spurði fyrrv. ráðherra að: Er hæstv. ráðherra tilbúin til að standa þannig að verkinu að hægt sé að leggja fyrir áfangaskýrslu um eignar- og stjórnunartengsl í sjávarútvegsfyrirtækjum fyrr en kannski á síðustu dögum þingsins í vor?