Dreifð eignaraðild að viðskiptabönkum og öðrum lánastofnunum

Mánudaginn 09. október 2000, kl. 16:43:43 (233)

2000-10-09 16:43:43# 126. lþ. 5.9 fundur 8. mál: #A dreifð eignaraðild að viðskiptabönkum og öðrum lánastofnunum# (breyting ýmissa laga) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 126. lþ.

[16:43]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. kom með hugmynd um hvernig megi leysa vandann með þessa ljótu karla sem vilja ráða öllu. Hann sagði að það ætti að takmarka atkvæðaréttinn.

Nú skulum við gefa okkur að hv. þm. eigi stóran hlut í banka og vilji ráða miklu í stjórnarkjöri og megi það ekki sökum þessara nýju reglna. Þá framselur hann hluta af bréfunum til mín, borgar mér dágott fyrir að greiða atkvæði eins og hann vill og svo göngum við til atkvæðagreiðslu.