Verkefni sem unnt er að sinna á landsbyggðinni

Miðvikudaginn 11. október 2000, kl. 14:10:39 (374)

2000-10-11 14:10:39# 126. lþ. 7.1 fundur 63. mál: #A verkefni sem unnt er að sinna á landsbyggðinni# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., JÁ
[prenta uppsett í dálka] 7. fundur, 126. lþ.

[14:10]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Mér er í fersku minni þegar hæstv. forsrh. kynnti skýrslu fyrir bráðum ári um ein 220 störf eða svo sem hægt væri að flytja út á land. (Gripið fram í: 211.) 211 verkefni kann að vera rétt, já, ég hef ekki haft þetta alveg nákvæmlega rétt, eitthvað á þriðja hundrað störf var hann að tala um. Svo stöndum við í sömu sporum einu og hálfu starfi síðar því að ekki er það meira sem hefur skilað sér af þeim verkefnum sem menn töluðu um að flytja út á land á þessum tíma. Þó svo að hæstv. iðn-. og viðskrh. fái hveitibrauðsdaga sína í ráðuneytinu verður hún að þola að menn spyrji grannt eftir efndum þeirra miklu yfirlýsinga sem komu á þessum tíma um það að standa nú í ístaðinu og flytja störf út á land, sérstaklega hvað varðar ýmis tæknimál og annað því um líkt, fjarvinnslu og slíkt. Það hefur því miður lítið gengið.