Þátttaka Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu

Fimmtudaginn 12. október 2000, kl. 11:51:09 (434)

2000-10-12 11:51:09# 126. lþ. 9.5 fundur 24. mál: #A þátttaka Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu# þál., SighB (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 9. fundur, 126. lþ.

[11:51]

Sighvatur Björgvinsson (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil gjarnan fá að leggja á borð hæstv. forseta viðveruskrá sem var tekin út af tölvukerfi Alþingis. Þar kemur fram að 21 þingmaður er viðstaddur og meginhlutinn af þeim þingmönnum eru þingmenn Samfylkingarinnar. Mér sýnist að þrír þingmenn stjórnarliða séu viðstaddir í dag og enginn úr umræddum nefndum og flestallir varamenn. Hinir eru allir fjarverandi. Þetta er ekki hægt, virðulegi forseti. Ég geri ekki tillögu um að málið verði tekið út af dagskrá. Það er 1. flm. að gera það. En ég vildi gjarnan spyrjast fyrir um hjá hæstv. forseta hvort ekki væri möguleiki á því að gera kannski, ef þarf, örstutt hlé eða kanna hvort þeir ráðherrar sem ekki hafa fjarvistir geti verið viðstaddir þegar talað er um þýðingarmikil mál sem þá varða eins og t.d. bæði það mál sem hér er á dagskrá og það mál sem er á dagskrá á eftir og varða bæði hæstv. utanrrh. og viðskrh. líka.