Þátttaka Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu

Fimmtudaginn 12. október 2000, kl. 11:52:22 (435)

2000-10-12 11:52:22# 126. lþ. 9.5 fundur 24. mál: #A þátttaka Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu# þál., Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 9. fundur, 126. lþ.

[11:52]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti þarf ekki á þessu blaði að halda því að hann hefur þessar upplýsingar í tölvunni beint fyrir framan sig og er fullkunnugt um hverjir eru í salnum og hverjir eru í húsi. Því miður hefur forseti oft séð verri tölur en þessar. Forseti áréttar að hann mun kanna hvort utanrrh. geti verið viðstaddur umræður næsta dagskrármáls, en hér eru á mælendaskrá einir þrír hv. þm. um málið sem umræða er hafin um. Komi ekki fram óskir af hálfu 1. flm. þessa frv. um að fresta þeirri umræðu mun hún halda áfram.