Endurgreiðsla sjónglerja og linsa fyrir börn og unglinga

Fimmtudaginn 19. október 2000, kl. 15:55:53 (840)

2000-10-19 15:55:53# 126. lþ. 14.13 fundur 105. mál: #A endurgreiðsla sjónglerja og linsa fyrir börn og unglinga# þál., Flm. PM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 14. fundur, 126. lþ.

[15:55]

Flm. (Páll Magnússon) (andsvar):

Herra forseti. Vegna þeirra spurninga sem hv. þm. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir beindi til mín vil ég segja að skoðun mín er að Tryggingastofnun hljóti að taka þátt í kostnaði við aðgerðir vegna lækninga á sjóndepru þegar óyggjandi er að það leiði til árangurs. Kannski er það það sem beðið er eftir. Aðgerðir sem þessar eru auðvitað enn þá í þróun og enn að komast á það stig að vísindalegar forsendur séu öruggar fyrir því að þarna sé um læknismeðferð sem dugar að ræða. Ég held að lög um réttindi sjúklinga og heilbrigðislög tryggi í raun að þegar það liggur fyrir þá muni ríkið taka þátt í niðurgreiðslu slíkra aðgerða.