Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu

Mánudaginn 30. október 2000, kl. 15:09:54 (896)

2000-10-30 15:09:54# 126. lþ. 15.1 fundur 61#B einkarekstur í heilbrigðisþjónustu# (óundirbúin fsp.), heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 15. fundur, 126. lþ.

[15:09]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Stefnan er að gera þjónustusamninga um einstaka þætti og það höfum við gert. En hvað varðar einkavæðingu á heilu sjúkrahúsi, í því er ekki nokkur einasta stefna. Við erum ekki að vinna að því.

Það kann að vera áhugi á slíku hjá mörgum í þjóðfélaginu. Við höfum skoðað einkavæðingu á stórum sjúkrahúsum erlendis og höfum ekki séð að þar sé betri þjónusta. Það kostar alls ekki minna en það sem við rekum í dag og auk þess höfum við ekki mannskap til að koma á skipulagi eins og einkavæðing sjúkrahúsa mundi hafa í för með sér. En varðandi einstaka þjónustuþætti höfum við um langt árabil gert þjónustusamninga við einstaka aðila í heilbrigðisþjónustunni. Ég vona að þetta svari fullkomlega hv. þm.