Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu

Mánudaginn 30. október 2000, kl. 15:12:09 (898)

2000-10-30 15:12:09# 126. lþ. 15.1 fundur 61#B einkarekstur í heilbrigðisþjónustu# (óundirbúin fsp.), heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 15. fundur, 126. lþ.

[15:12]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Hér var rætt um samkeppni en ég held að það sé ekki beint það sem við þörfnumst í heilbrigðisþjónustunni. Við höfum gert samninga og munum áfram gera samninga við einstaka aðila eins og við höfum gert, t.d. í öldrunarþjónustunni sl. 30--40, jafnvel 80 ár.