Svör við fyrirspurnum

Mánudaginn 30. október 2000, kl. 15:49:35 (927)

2000-10-30 15:49:35# 126. lþ. 15.91 fundur 68#B svör við fyrirspurnum# (aths. um störf þingsins), Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 15. fundur, 126. lþ.

[15:49]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Vegna þeirrar umræðu sem hér hefur farið fram um störf þingsins skal upplýst að þingsköp eru ákaflega skýr hvað þetta varðar. Þar er við það miðað að fsp. skuli að jafnaði ekki tekin á dagskrá síðar en átta virkum dögum eftir að henni var útbýtt en í fyrsta lagi hafi henni verið útbýtt þremur virkum dögum fyrir fyrirspurnafund.

Forseta heyrðist að á næsta fyrirspurnafundi yrði þessi fsp. tekin til umræðu.