Tímareikningur á Íslandi

Þriðjudaginn 31. október 2000, kl. 17:41:18 (1008)

2000-10-31 17:41:18# 126. lþ. 16.10 fundur 124. mál: #A tímareikningur á Íslandi# frv., GHall (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 16. fundur, 126. lþ.

[17:41]

Guðmundur Hallvarðsson (andsvar):

Herra forseti. Hér er gengið eftir svörum við því hvort sálarástand Íslendinga hafi batnað árið 1968 þegar hringlinu með klukkuna var hætt.

Ég get ekki sagt annað en að ég tel líkur á að svo hafi verið. Ég tel líkur á því vegna þess að þá hættu að berast lesendabréf um þetta vandamál til blaðanna. Blöðin hættu að skrifa um þetta hringl með klukkuna, fólkið hætti að tala um það, fólki leið bara vel með óbreyttri klukku eins og þá var sett í lög á hinu háa Alþingi árið 1968.

Aðeins út af lífsklukku ferðamanna og lífsklukku alþingismanna. Ætli þeir kannist ekki við það sjálfir þegar þeir koma frá Bandaríkjunum að það tekur nokkra daga að stilla saman klukkuna við eigin kropp, það tekur dálítinn tíma. Það er alveg ljóst. (KLM: En þegar þú kemur frá Evrópu?) Það munar miklu minna, það munar miklu minna en þegar menn koma t.d. frá Japan eða Indónesíu.