Tímareikningur á Íslandi

Þriðjudaginn 31. október 2000, kl. 19:19:29 (1042)

2000-10-31 19:19:29# 126. lþ. 16.10 fundur 124. mál: #A tímareikningur á Íslandi# frv., DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 16. fundur, 126. lþ.

[19:19]

Drífa Hjartardóttir (andsvar):

Herra forseti. Það skiptir auðvitað verulegu máli hvort þú ferð á fætur klukkan fimm eða sex á morgnana.

Svo langar mig til að ræða annað og það var um viðskipti sem hv. þm. gerði lítið úr, en 2/3 hlutar vöruflutnings fara til ríkja ESB og EFTA og þaðan koma 3/4 af öllum vöruflutningi. Jafnframt koma um 3/4 erlendra ferðamanna til Íslands frá þessum ríkjum. Til viðbótar öllum þeim samskiptum sem fylgja viðskiptum með vörur og þjónustu við þessi helstu viðskiptalönd okkar eru margvísleg önnur samskipti við þau, m.a. á sviði menningarmála. Eins tíma munur allt árið milli Íslands og meginlands Evrópu gerir samskiptin auðveldari og markvissari sem hefur afar mikla þýðingu fyrir alla sem að þeim koma.