Loftferðir

Fimmtudaginn 02. nóvember 2000, kl. 14:47:42 (1252)

2000-11-02 14:47:42# 126. lþ. 19.4 fundur 56. mál: #A loftferðir# (leiðarflugsgjöld) frv., ÁSJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur, 126. lþ.

[14:47]

Árni Steinar Jóhannsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hélt að ég hefði sagt skýrt og klárt í máli mínu áðan að sú samkeppni sem átti sér stað leiddi til þess að bæði félögin átu upp sitt eigið fé og það kemur mér í sjálfu sér ekkert á óvart. Ég hef talað um það í mörg ár frá því þetta ástand byrjaði að það að bjóða miða upp á kannski 5--6 þús. kr. frá Akureyri gengi aldrei og þetta væri skammgóður vermir. Það kemur mér því ekkert á óvart að miðinn sé kominn upp í 16 þús., enda sagði ég það skýrt áðan í máli mínu að þegar félögin væru bæði búin að éta upp sitt eigið fé, þá er það bara lögmálið sem hv. þm. vill svo gjarnan fylgja, að sá sem eftir stendur hækkar auðvitað þjónustu sína upp í það verð sem hann þarf að fá. Það er lögmál markaðarins, er það ekki? Það líkar þingmanninum vel. (LB: Hvaða hugmyndir ertu með?)