Loftferðir

Fimmtudaginn 02. nóvember 2000, kl. 15:25:21 (1263)

2000-11-02 15:25:21# 126. lþ. 19.4 fundur 56. mál: #A loftferðir# (leiðarflugsgjöld) frv., RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur, 126. lþ.

[15:25]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Það hlaut að vera að þetta mál hefði skýrst meðan ég brá mér frá áðan. Það gat eiginlega ekki verið að það hefði fundist stjórnarliði sem þorði að hafa sjálfstæða skoðun í tveimur nefndum, bæði í flugráði og líka þegar hann var kominn inn í þingið. (Gripið fram í.) Það gat ekki verið að hann þyrði að hafa sömu skoðunina frá því að hann var skelfingu lostinn yfir málinu fyrst og þar til hann kom í salinn þar sem á að greiða atkvæði í þágu ráðherrans. Þetta var of gott til að vera satt. Þetta er allt jafnólánlegt, virðulegi forseti, og ég get ekki annað en brosað að þessu til hæstv. ráðherra.