Fjarskipti

Fimmtudaginn 02. nóvember 2000, kl. 16:50:26 (1282)

2000-11-02 16:50:26# 126. lþ. 19.6 fundur 159. mál: #A fjarskipti# (hljóðritun símtala) frv., ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur, 126. lþ.

[16:50]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Aðeins til að upplýsa hv. þm. Þórunni Sveinbjarnardóttur sem finnst erfitt að skilja málflutning minn. Ég er að leggja það til að í stað þess að prjóna við 3. mgr. 44. gr. laganna eins og það frv. sem hér er til umræðu byggir á þá legg ég til að þessi 3. mgr. verði felld niður vegna þess að ég tel rangt að setja það í landslög að bannað verði að hljóðrita samtöl án þess að viðmælanda hafi verið tilkynnt það í upphafi og ég hef fært rök fyrir því. Þetta er vinnugagn, vinnutæki fréttamanna, og óeðlilegt að setja þetta í landslög á þennan hátt.

Hv. þm. telur rétt að hafa meðalhófið í heiðri. Ég hefði haldið að það væri kannski nær lagi að hafa skynsemina að leiðarljósi.