Fjarskipti

Fimmtudaginn 02. nóvember 2000, kl. 16:51:24 (1283)

2000-11-02 16:51:24# 126. lþ. 19.6 fundur 159. mál: #A fjarskipti# (hljóðritun símtala) frv., ÞSveinb (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur, 126. lþ.

[16:51]

Þórunn Sveinbjarnardóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég verð að segja alveg eins og er að ég er nú ekki miklu nær þó að handhafar skynseminnar hafi talað. Hvað er unnið með því að fella þetta úr gildi eins og hv. þm. Ögmundur Jónasson leggur til? Við erum þá bara ósammála um þetta, honum finnst það bara í góðu lagi að hér geti allir tekið allt upp og notað það eins og þeim sýnist. Ég verð að segja eins og er að ég er svolítið undrandi á þessari skoðun þingmannisins, enda hefur hann hingað til verið einn helsti talsmaður persónuverndar á hinu háa Alþingi.