Almannatryggingar

Fimmtudaginn 02. nóvember 2000, kl. 18:24:23 (1299)

2000-11-02 18:24:23# 126. lþ. 19.9 fundur 102. mál: #A almannatryggingar# (búsetuskilyrði örorkutryggingar) frv., Flm. ÁMöl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur, 126. lþ.

[18:24]

Flm. (Ásta Möller) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ef það er rétt að þessi viðkomandi Pólverji hafi skapað sér þennan rétt og með því að koma aftur og geta þá sótt hann og byrjað í áskrift að þessum lífeyri, þá þarf hann a.m.k. að koma hingað og bíða í sex mánuði til þess að fá þennan rétt á ný. (Gripið fram í.) Kannski má segja það. En hann þarf að bíða í sex mánuði. Og það eru nú kannski ekki óskaplega miklar líkur á að viðkomandi verði öryrki. Sem betur fer er ekki stór hluti fólks sem verður öryrkjar, og er það þá óheppið, en sem sagt, svona lítur þetta út.