Bætt staða námsmanna

Fimmtudaginn 02. nóvember 2000, kl. 18:47:59 (1305)

2000-11-02 18:47:59# 126. lþ. 19.16 fundur 189. mál: #A bætt staða námsmanna# þál., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur, 126. lþ.

[18:47]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. kvartar undan því að laun í landinu séu lág. Ég á aðeins til eitt svar við því: Af hverju stofnar hv. þm. ekki fyrirtæki og borgar há laun? Ekkert bannar það. Menn bara reka það glimrandi vel og borga há laun. Það vill svo til að hv. þm. er í atvinnurekstri, hann er í stjórn Samvinnuferða--Landsýnar og er að reka fólk núna þessa dagana vegna þess að launin eru of há, eða hvað?