Leit, rannsóknir og vinnsla kolvetnis

Föstudaginn 03. nóvember 2000, kl. 12:36:08 (1340)

2000-11-03 12:36:08# 126. lþ. 20.12 fundur 175. mál: #A leit, rannsóknir og vinnsla kolvetnis# frv., GHall (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 126. lþ.

[12:36]

Guðmundur Hallvarðsson (andsvar):

Herra forseti. Hér er misskilningur á ferðinni hjá hv. þm. Lúðvíki Bergvinssyni. Það eina sem ég sagði var að ég vitnaði til þess að til staðar væri þekking og reynsla erlendis, og benti t.d. á Norðursjó, hvað áhrærði umhverfismat og gæslu til að koma í veg fyrir umhverfisspjöll. Þar er því reynsla og þekking fyrir. Ég var að segja að við mættum ekki ganga lengra en almennt gerðist í nágrannalöndunum. Við það átti ég, þ.e. að við værum ekki með stífari og strangari reglur.

Auðvitað þurfum við að gæta umhverfisins við strendur Íslands, við hin gjöfulu fiskimið. Auðvitað þarf að fara með mikilli aðgát. En samt verður að reyna að ná sáttum á milli aðila þannig að ýtrustu varkárni verði gætt ef leitað verður á landgrunni Íslands að olíu eða gasi.