Endurskoðun á fyrirkomulagi rafmagnsöryggismála

Föstudaginn 03. nóvember 2000, kl. 16:08:18 (1387)

2000-11-03 16:08:18# 126. lþ. 20.13 fundur 13. mál: #A endurskoðun á fyrirkomulagi rafmagnsöryggismála# þál., ÞKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 126. lþ.

[16:08]

Þorgerður K. Gunnarsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Enn og aftur vil ég fagna þessari umræðu hér í dag en engu að síður vil ég geta þess og ítreka að það er mjög mikilvægt að hv. alþm. viðhafi vönduð vinnubrögð. Sömu kröfu geri ég til þingheims og hv. þm. Ögmundur Jónasson gerir til vinnubragða ríkisstjórnarinnar. Þegar við erum að leggja fram röksemdir með þáltill., hljótum við sem lesum þær og ætlum að fara eftir þeim að gera kröfu til vandaðra vinnubragða af hálfu þingmanna.