Fjarskipti

Föstudaginn 03. nóvember 2000, kl. 16:30:35 (1393)

2000-11-03 16:30:35# 126. lþ. 20.14 fundur 193. mál: #A fjarskipti# (hljóðritun símtala) frv., ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 126. lþ.

[16:30]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Mér finnst þetta ekki ljóst svar. Ég vildi fá að vita alveg afdráttarlaust hvort fréttamenn þyrftu alltaf að tilkynna sérstaklega um upptöku þegar þeir eiga fréttaviðtöl. Ég vil fá afdráttarlaust svar við þessu. Ef svarið er á þá lund að þeir þurfi ekki að tilkynna um upptöku þá vil ég bæta annarri spurningu við: Ef ég vil taka viðtalið upp sem fréttamaðurinn á við mig er ég þá að fremja lögbrot ef ég tilkynni fréttamanninum ekki um það áður?