Fjarskipti

Föstudaginn 03. nóvember 2000, kl. 17:12:07 (1407)

2000-11-03 17:12:07# 126. lþ. 20.14 fundur 193. mál: #A fjarskipti# (hljóðritun símtala) frv., samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 126. lþ.

[17:12]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil taka undir orðu hv. 1. þm. Suðurl. um að ábendingar samgn. sem voru settar fram á síðasta þingi runnu í sömu átt og þær breytingar sem við erum að gera hér og það er afar mikilvægt að ná fram breytingum sem meiri sátt verður um. En fjarskiptalögin eru óbreytt. Þess vegna flyt ég þetta frv.

Til þess að forðast allan misskilning þá er það auðvitað svo að enginn getur bannað upptökur heldur er fyrst og fremst um tilkynningarskylduna að ræða. Ef einhver ætlar að taka upp samtal verður hann að tilkynna það. Með útfærslu eins og frv. gerir ráð fyrir þá er verið að skapa skilyrði til að tryggja þessi mannréttindi en auðvelda öllum sem um þetta þurfa að höndla að nýta sér þessa tækni í þágu viðskipta, í þágu öryggis hvers konar og í þágu þeirra sem starfa við og þurfa að nýta sér fjarskiptatæknina.