Tekjustofnar sveitarfélaga

Fimmtudaginn 09. nóvember 2000, kl. 12:53:15 (1487)

2000-11-09 12:53:15# 126. lþ. 22.5 fundur 199. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (útsvar, fasteignaskattur o.fl.) frv., ArnbS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur, 126. lþ.

[12:53]

Arnbjörg Sveinsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Við vitum það bæði, hv. þm. Ögmundur Jónasson og ég, að tekjur hafa verið að hækka í landinu og það hversu barnabæturnar voru tekjutengdar hafði auðvitað þau áhrif að heildargreiðslur inn í þann pakka höfðu mikil áhrif á það hversu heildarupphæðirnar voru miklar þegar allt kom til niðurstöðu í álagningu. Það er verið að breyta þessu núna með barnabæturnar. Verið er að draga úr tekjutengingum. Er það eitthvað sem hv. þm. Ögmundur Jónasson hefur mikið á móti? Erum við ekki að tala um aukin framlög til barnabóta? Er það eitthvað sem hv. þm. mælir á móti?