Tekjustofnar sveitarfélaga

Fimmtudaginn 09. nóvember 2000, kl. 12:55:23 (1489)

2000-11-09 12:55:23# 126. lþ. 22.5 fundur 199. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (útsvar, fasteignaskattur o.fl.) frv., ArnbS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur, 126. lþ.

[12:55]

Arnbjörg Sveinsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er gott að hv. þm. Ögmundur Jónasson er með þetta allt saman á hreinu, tölurnar í þessu, en þá skal hann jafnframt tína til þær tölur sem hafa orðið til þess að þau framlög hafa lækkað sem eru vegna tekjutenginga í skattkerfinu. Því erum við að breyta núna, hv. þm., og það hlýtur að teljast inn í hvernig hag almennings og fjölskyldufólks í landinu er fyrir komið ef tekjurnar aukast það mikið að tekjutengingarnar (Gripið fram í.) fara að hafa þetta mikil áhrif og það skulum við þá líka taka inn í heildarmatið.

Núna erum við að draga úr tekjutengingum. Ég tel það mjög gott og ég vona að hv. þm. Ögmundur Jónasson styðji það, (Gripið fram í.) hv. þm. Guðmundur Árni Stefánsson, ef ég má klára þetta, það er auðvitað líka til hagsbóta fyrir almenning í landinu.