Tekjustofnar sveitarfélaga

Fimmtudaginn 09. nóvember 2000, kl. 16:25:42 (1527)

2000-11-09 16:25:42# 126. lþ. 22.5 fundur 199. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (útsvar, fasteignaskattur o.fl.) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur, 126. lþ.

[16:25]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég hef fylgst með því í fjölmiðlum að sveitarfélögin hafa gert stórfína hluti, svo fína og glannalega að ég mundi aldrei leggja út í slíkt persónulega. Ég nefni sérstaklega byggingu íþróttahúsa. Það má örugglega gera miklu betur í að reka sveitarfélögin skynsamlega og af meiri sparsemi, nákvæmlega eins og heimilin þurfa að gera. Heimilin geta ekki gengið í vasa skattgreiðanda til að greiða þegar þau gera mistök í fjármálastjórn eins og sveitarfélögin vilja oft og tíðum gera.

Ég skoða aftur og aftur með hryllingi fallegar myndir af reiðhöllum og íþróttamannvirkjum sem menn eru að byggja og eiga ekki fyrir.