Tekjustofnar sveitarfélaga

Fimmtudaginn 09. nóvember 2000, kl. 16:32:18 (1531)

2000-11-09 16:32:18# 126. lþ. 22.5 fundur 199. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (útsvar, fasteignaskattur o.fl.) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur, 126. lþ.

[16:32]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Mörg sveitarfélög úti á landi eru afskaplega vel rekin með lágri prósentu. Þau standa ekki í neinum glannalegum fjárfestingum. (KLM: Dæmi?) Á Vestfjörðum. Það er mjög mismunandi hvernig sveitarfélögin eru stödd. Sum þeirra eru varkár, önnur eru óvarkár og það kemur í koll skattgreiðenda þeirra þegar fram líða stundir.

Varðandi það að tvö þúsund flytjist árlega af landsbyggðinni þá hef ég margoft sagt að það er afskaplega óæskileg þróun, líka fyrir Reykjavíkursvæðið. Það kostar mjög mikið að taka á móti þessu fólki. Þetta er þróun sem við eigum öll að reyna að vinna gegn. Mér skilst að á þessu ári sé þetta að snúast við og vonandi er það eitthvað varanlegt.

Varðandi afslátt vegna hlutabréfakaupa þá er talið að hann hafi almennt örvað verðbréfamarkaðinn og komið honum í gang. Þeir milljarðar sem streymt hafa til Siglufjarðar, Neskaupstaðar, Eskifjarðar og fleiri staða úti á landi eru vegna þess að hlutabréfamarkaðurinn komst í gang.