Tekjustofnar sveitarfélaga

Fimmtudaginn 09. nóvember 2000, kl. 17:05:04 (1543)

2000-11-09 17:05:04# 126. lþ. 22.5 fundur 199. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (útsvar, fasteignaskattur o.fl.) frv., ArnbS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur, 126. lþ.

[17:05]

Arnbjörg Sveinsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ætla nú ekki að elta ólar við þetta. En ég gat ekki skilið annað en að hv. þm. væri að hnýta eitthvað í fæðingarorlofið og fannst það ekki alveg nógu góð lexía. Hins vegar væri mjög fróðlegt að fá skýringar á því hvernig þessar bókhaldsreglur valda sveitarfélögunum útgjöldum. Ég næ ómögulega að skilja það og væri gaman að fá smá námskeið um það mál.