Tekjuskattur og eignarskattur

Mánudaginn 13. nóvember 2000, kl. 19:12:48 (1662)

2000-11-13 19:12:48# 126. lþ. 23.5 fundur 196. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (skatthlutfall) frv., fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 126. lþ.

[19:12]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Ég gat þess áðan og hefði kannski átt að rifja það upp fyrr að ef þessar tölur eru allar teknar saman og ef öll sveitarfélögin hækka útsvarið eins og þau mega samkvæmt þessum tillögum núna er ekki um skattahækkun að ræða nema um 150 millj. kr. eða svo þegar tekið er tillit til lækkunar fasteignaskattanna. Þar við bætist náttúrlega að ríkisstjórnin er að lækka skatta með hækkun barnabóta og ýmsum fleiri aðgerðum og þá er alveg ljóst að það er engin stórfelld skattahækkun í uppsiglingu, það er bara ekki rétt.