Tekjuskattur og eignarskattur

Mánudaginn 13. nóvember 2000, kl. 19:13:37 (1663)

2000-11-13 19:13:37# 126. lþ. 23.5 fundur 196. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (skatthlutfall) frv., LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 126. lþ.

[19:13]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Það kemur fram í frv. hæstv. félmrh. sem við ræddum fyrir helgi að hækkunin næmi 1.250 millj. að lágmarki. Ég veit svo sem ekkert hvaðan þessar 150 millj. eru komnar sem hæstv. ráðherra heldur hér fram.

Hitt er hins vegar alveg ljóst að ég held að skattahækkun á þessum tímapunkti, eins og rekstrarumhverfi bæði fyrirtækja og einstaklinga er núna, beri þess merki að þegar þurfti að fara í þessa aðgerð hafði ríkisstjórnin ekki pólitískt þrek til þess. Núna á að vísa ábyrgðinni á hendur sveitarstjórnarmönnum og fá þá til þess að taka á sig ómakið.

Ég tek undir það með síðasta ræðumanni, hv. þm. Guðmundi Árna Stefánssyni, að ekki er stórmannlegt á þessum tímapunkti að reyna að hengja ábyrgðina af skattahækkun á sveitarstjórnarfólkið í stað þess að bera hana sjálfir af því að menn höfðu ekki þrek til þess þegar þurfti að hækka skatta eins og hefði þurft í upphafi þessa árs, virðulegi forseti.